Nýr Landspítali við Hringbraut.

Verkið er að mestu á syðri hluta lóðar Landspítalans, afmarkað af Hringbraut til suðurs, Vatnsmýrarvegi til vesturs og Bústaðavegi/Snorrabraut til austurs. Verkið er hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.

Verkið felst meðal annars í:

  • Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða, ásamt allri jarðvinnu fyrir meðferðakjarna. Sértök athygli er vakin á umfangi jarðvinnu vegna meðferðarkjarnans.

Meðal annars er fyrirhuguð bergklipping (presplittun) meðfram norðurhlið gryfjunnar og austurkanti bílakjallarans. Um mikið efnismagn er að ræða sem krefst samræmingar og skipulagningar á umferð til og frá verkstað.

  • Jarðvinnu fyrir mögulegum bílakjallara austan við meðferðarkjarnann.
  • Allri vinnu við lagnir á svæðinu, þ.m.t. breytingar á veitukerfum vegna vinnu við meðferðarkjarna.
  • Gerð tengiganga og stoðveggja.
  • Gerð undirgangna við Snorrabraut.
  • Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt lóðafrágangi.
  • Gerð bráðabirgðabílastæða.

Verkkaupi Nýi Landspítalinn ohf
Verk hafið 12. júlí 2018
Verklok 4.apríl 2020
Arkitektar ASK arkitektar ehf
Landslagsarkitektar Landark ehf
Burðarþolshönnun Efla hf
Lagnir og loftræstikerfi Efla hf
Raflagnahönnun Efla hf
Byggingstjórn Nýi Landspítalin ohf
Eftirlit Famkvæmdasýrslan

 

64.137366, -21.930167|/media/176173/LSH_01.JPG?w=250&h=109&mode=crop|Nýr Landspítali við Hringbraut.|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/nýr-landspitali-vid-hringbraut/| Verkið er hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut.|satellite | yellow | Nánar