Uppfærsla á flughlöðum og akbrautum flugvéla

ÍAV bauð lægst í framkvæmd á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar fyrir bandaríska herinn haustið 2019.

Verkefnið felst í framkvæmdum á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar, nánar tiltekið á þeim hluta sem tilheyrir gamla varnarsvæðinu.

Unnið verður að endurbótum á steyptum flugvélastæðum og akbrautum flugvéla ásamt endurnýjun á þéttiefni á öllum steypuskilum. Ídráttalagnir verða einnig endurnýjaðar og brunnar fyrir hliðarljós ásamt uppsetningu miðlínuljósa á fimm akbrautum auk breikkunnar á einni akbraut. Settar verða upp olíuskiljur ásamt settjörn og innsteyptum rennum til mengunarvarna.

Áætlað er að verkinu ljúki haust 2020.

 

Verkkaupi Naval Favilities Engineering Command
Verk hafið 16.10.2019
Verklok 31.12.2020
Arkitektar Black & Veatch
Eftirlit NAVFAC
63.9768331,-22.6419525|/media/181274/dji_0331.jpg?width=250&height=109&mode=crop|Uppfærsla á flughlöðum og akbrautum flugvéla|/starfsemi/verk/verk-i-vinnslu/uppfaersla-a-flughlodum-og-akbrautum-flugvela/| Uppfærla á flughlöðum og akbrautum flugvéla fyrir Bandaríska herinn|terrain | yellow | Nánar