Mannauður

Smidir Umsokn
Almennt um meðferð starfsumsókna

  • Eingöngu er tekið við almennum umsóknum í gegnum heimasíðu okkar
  • Trúnaður ríkir um allar umsóknir sem berast ÍAV.
  • Umsóknir eru geymdar í 6 mánuði frá því þær berast, eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki verður af ráðningu innan þessa tíma, þarf að sækja um aftur ef áfram er óskað eftir starfi.
  • Móttaka umsóknar er staðfest með tölvupósti. Ef fyrirsjáanlegt er að hæfni umsækjanda og reynsla muni nýtast ÍAV í lausar stöður, mun verða haft samband við umsækjanda.

__________________________________________________________

ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og býr yfir áratugareynslu í mannvirkjagerð. Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð sem og jarðvinnuframkvæmdir. Undanfarin ár hefur fyrirtækið enn fremur haslað sér völl á svið jarðgangagerðar, bæði hérlendis og erlendis.

ÍAV leggur mikla áherslu á að ráða kraftmikla og framsækna einstaklinga til starfa. Í boði er góð starfsaðstaða og starfsmenn eru ánægðir með starfsandann og metnaðinn innan fyrirtækisins.

Persónuverdarstefna ÍAV

Umsókn um starf