Stefna félagsins

Jafnlaunastefna ÍAV

Stefna fyrirtækisins er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Fyrirtækið skuldbindur sig til að:

  • Skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar.
  • ÍAV hefur það að markmiði að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem viðmið eru skilgreind við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni, kynvitund eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.
  • Að allir starfsmenn ÍAV þekki jafnlaunastefnuna.
  • Fylgja viðeigandi lögum og reglugerðum sem í gildi eru á hverjum tíma.

 

 

Reykjavík, 6. mars 2022

_________________________
Þóroddur Ottesen Arnarson
Forstjóri ÍAV

Tilvísun: ÍST 85 og ISO 9001-2015