Stefna félagsins

Markmid
Rekstur fyrirtækja er háður síbreytilegu rekstrarumhverfi og nauðsynlegt er að taka mið af því svo fyrirtæki geti vaxið og dafnað.

Mikið hefur breyst í rekstri ÍAV þau 60 ár sem fyrirtækið hefur starfað.

Í upphafi var starfsemi fyrirtækisins einskorðuð við einn verkkaupa, en var þó fjölbreytt.

Í dag starfar ÍAV á nánast öllum sviðum verktöku fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Það, ásamt stærð fyrirtækisins og þekkingu starfsmanna, skapar ÍAV mikla sérstöðu sem nýtt verður til að fyrirtækið verði áfram í fararbroddi á íslenskum verktakamarkaði.

Áhersla er lögð á að ímynd fyrirtækisins sé góð og því er mikið lagt upp úr að framkvæma af fagmennsku og nýta þá reynslu sem til er í fyrirtækinu og slá ekki af gæðum.

Allt sem frá fyrirtækinu fer er unnið af vandvirkni, þar með talið auglýsingar og aðrar markaðsaðgerðir.

Hér má nálgast merki ÍAV og hér leiðbeiningar um notkun á merki félagsins.

H
ér má lesa bókina Við byggðum Hörpu