Stefna félagsins
Samfélagsleg ábyrgð
Íslenskir aðalverktakar hf. vilja vernda náttúru landsins og tryggja að efni sé nýtt á besta mögulega hátt og úrgangur endurnýttur eins og kostur er.
Til að ná fram þessu markmiði sínu stefnir félagið að því að beita jafnt umhverfisvænum og hagkvæmum aðferðum í verkefnum sínum.
Áhersla verður lögð á skilvirka nýtingu auðlinda og næmi gagnvart menningarlegum og samfélagslegum gildum.
Góð umgengni við verk okkar svo og flokkun á úrgangi frá byggingastarfsemi er einn af kjarnaferlum í þessari stefnu.
Með því að beita nýjustu tækni á sviði umhverfismála ætlar félagið að
mæta þörfum viðskiptavina, tryggja arðsemi og auka endurvinnslu.
ÍAV er stofnaðili Grænnar byggðar - sjá hér.