Stefna félagsins

Landslag01
Viðskiptavinir og hagsmunaaðilar

Færni, frumkvæði og fagmennska starfsmanna ÍAV leiði til hagkvæmra og eftirsóttra lausna fyrir viðskiptavini.

Starfsfólk ÍAV leggi áherslu á virðingu og traust í samskiptum við viðskiptavini, hagsmunaaðila og sín á milli.

Starfsmenn

Unnið er markvisst að því að hækka þekkingarstig starfsmanna í nýráðningum og með endur- og símenntun.
Starfsfólki er gefinn kostur á krefjandi verkefnum sem fullnægja metnaði þeirra og reynslu og sveigjanleika í starfi.

Öryggi, umhverfi og gæði

ÍAV var gæðavottað skv. ISO 9001 árið 2009 og sú vottun endurnýjuð 2018.  ÍAV fékk OHSAS 18001 öryggisvottun árið 2014 sem var uppfærð í ISO 45001 vorið 2020.  Stefnt er á umhverfisvottun í nánustu framtíð.

Samfélag

Fyrirtækið er virkur þátttakandi í samfélaginu m.a. með stuðningi við íþrótta-, menningar-, æskulýðs- og líknarstarf, eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Einnig með þátttöku í kennslu, rannsóknarverkefnum og faglegu starfi á starfssviði félagsins.

Persónuverndarstefna fyrir viðskiptavini, birgja og verktaka - lesið hér.