Stefna félagsins

Mikil verðmæti liggja í góðu orðspori. Til að halda áfram að byggja upp og vernda orðspor sitt hefur ÍAV sett sér eftirfarandi siðareglur sem gilda bæði fyrir starfsmenn og samstarfsaðila.

Virðinig og Jafnréttismál

  • Koma fram hvert við annað af tillitssemi, sanngirni, vinsemd og virðingu.
  • Halda í heiðri siði og grundvallargildi samfélagsins og gildi ÍAV um færni, frumkvæði og fagmennsku.
  • Virða og stuðla að jafnrétti kynja og kynþátta.
  • Virða fag- og ábyrgðarsvið annarra.
  • Vinna að góðum starfsanda með heiðarleika og umburðarlyndi.

Samfélagsleg ábyrgð

  • Verndum náttúru landsins og tryggjum að efni sé nýtt á besta mögulega hátt og úrgangur endurnýttur eins og kostur er. Til að ná fram þessu markmiði sínu stefnir félagið að því að beita jafnt umhverfisvænum og hagkvæmum aðferðum í verkefnum sínum.
  • Fyrirtækið er virkur þátttakandi í samfélaginu m.a. með stuðningi við íþrótta-, menningar-, æskulýðs- og líknarstarf, eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni.
  • Virðum almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og til kjarasamninga.
  • Áhersla er lögð á að verktakar og undirverktakar fari eftir gildandi lögum í landinu er varðar alla sína starfsmenn, sama hvort það eru þeirra launþegar eða eigin undirverktakar.
  • Virðum þagnarskyldu um trúnaðarupplýsingar og nýtum okkur þær ekki nema með upplýstu samþykki viðkomandi mótaðila.
  • Fyrirtækið styður við menntun iðn- og tæknimanna.