Fréttir

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla
14. desember 2006

Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla

Á vegum ÍAV eru hafnar byggingaframkvæmdir við þriðja áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Viðbyggingin verður í norðaustur af skólabyggingunni sem byggð var af ÍAV árið 2001. Það einkennir skólann að húsið er bogið með rúma 400 metra í radíus. Gólfflatarmál þessa áfanga er um 1.400 fermetrar. Húsið er að hluta á tveimur hæðum, hluti hússins er með aukinni lofthæð í kennslurými, sem mun hýsa listasmiðju og heilsdagsskóla. Tvöföld lofthæð er í aðalgangi skólans sem liggur eftir honum endilöngum.


ÍAV sjá um byggingaframkvæmdir í Skugganum
11. desember 2006

ÍAV sjá um byggingaframkvæmdir í Skugganum

ÍAV og 101 Skuggahverfi hafa undirritað samstarfssamning um byggingaframkvæmdir við annan áfanga Skuggahverfis. Á byggingareitnum rísa fimm íbúðarhús með 97 íbúðum. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Áhugasamir kaupendur geta skráð sig á heimasíðu 101 Skuggahverfis, www.101skuggi.is.

Íbúðir í Sóltúni 14-18 afhentar
04. desember 2006

Íbúðir í Sóltúni 14-18 afhentar

Íbúðir í Sóltúni 14-18 voru afhentar kaupendum 1. desember 2006. Framkvæmdir hófust í ágúst 2005 en í stigagöngunum þremur eru 32 íbúðir. Mikið er lagt í íbúðirnar þar sem áhersla er lögð á þægindi og glæsilega hönnun. Húsin eru fjögra, fimm, og sjö hæða lyftuhús. Burðarkerfi þess er staðsteypt. Steyptir útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu. Gólfplötur eru með sérstakri hljóðeinangrun. Bygging og sala íbúða við Sóltún 8-12 gengur vel en þar eru í smíðum 33 sambærilegar íbúðir sem afhentar verða kaupendum í lok nóvember 2007.

Feneyjartvíæringurinn
30. október 2006

Feneyjartvíæringurinn

Eins og nafnið gefur til kynna eru Feneyjar undirlagðar í byrjun hausts annaðhvert ár af La biennale di Venezia eða Feneyjartvíæringnum þar sem listir ráða ríkjum og allt hið nýja í heimi lista-og menningar víðsvegar um heiminn er kynnt. Upphaf tvíæringsins má rekja aftur til 1895 og er hann staðsettur á svæði sem kallast Giardini di Castello eða kastalagarðarnir.

02. október 2006

Bygging frystigeymslu á Höfn

Nýverið undirrituðu ÍAV og Skinney Þinganes samning um byggingu nýrrar frystigeymslu og tengibyggingu á Höfn í Hornafirði. Frystigeymslan verður um 1.300 fermetrar og tengibyggingin um 600 fermetra og verða byggð á athafnasvæði Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði. Verkið er hafið og eru verklok áætluð í mars 2007. Um 10-15 manns munu vinna við verkið að jafnaði. Verkefnastjóri verður Guðgeir Sigurjónsson og byggingastjóri Gísli Lúðvík Kjartansson.

12. september 2006

Starfsmenn ÍAV kenna framkvæmdafræði í HÍ

Verkfræðideild Háskóla Íslands, ÍAV og VSÓ hafa gert samstarfssamning um kennslu í verklegum framkvæmdum. Í samningnum felst að starfsmenn ÍAV og VSÓ munu sinna kennslu í námskeiðunum Framkvæmdafræði 1 og 2. Framkvæmdafræði 1 er námskeið á þriðja námsári í BS námi í umhverfis- og byggingarverkfræði en Framkvæmdafræði 2 er kennt á meistarastigi.

ÍAV standa að tölvuvæðingu á Seychelleseyjum
11. júlí 2006

ÍAV standa að tölvuvæðingu á Seychelleseyjum

ÍAV ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum standa að tölvuvæðingu 10 grunnskóla á Seychelleseyjum í Indlandshafi. Mikil og breið samstaða íslenskra fyrirtækja hefur náðst í að aðstoða eyjaskeggja svo unnt sé að gera æskunni þar hærra undir höfði. Verkefnið hefur verið leitt af ÍAV en Guðmundur B. Hólmsteinsson, starfsmaður ÍAV, kom því af stað. Hugmyndin kviknaði hjá Guðmundi og dóttur hans þegar þau heimsóttu grunnskóla á eyjunum í fyrra. Í framhaldi af því átti Guðmundur fund með fulltrúa Menntamálaráðherra Seychelleseyja í nóvember sl. og kynnti þá hugmynd að safna gömlum tölvum frá fyrirtækjum á Íslandi til að nota í grunnskólum eyjanna.

19. maí 2006

ÍAV ljúka við byggingu glæsilegrar sundlaugar á Eskifirði

Föstudaginn 19. maí var tekin í notkun ný og glæsileg útisundlaug á Eskifirði. ÍAV hófu framkvæmdir við byggingu laugarinnar í byrjun júní 2005. Um er að ræða 25 metra útisundlaug, stóra rennibraut, vaðlaug og tvo heita potta. Í aðalbyggingu er búningsaðstaða fyrir sundlaugargesti, tveir líkamsræktarsalir, aðstaða fyrir starfsfólk og afgreiðsla ásamt búningsaðstöðu fyrir fótboltavöllinn sem er við hliðina á sundlauginni.

HS semja við ÍAV um jarðboranaverkefni
21. apríl 2006

HS semja við ÍAV um jarðboranaverkefni

Íslenskir aðalverktakar og Hitaveita Suðurnesja hafa undirritað samning um borun á sjótökuholum á Reykjanesi. Í febrúar var efnt til útboðs um borun á tíu holum til töku á ferskvatnsblönduðum sjó til öflunar kælivatns vegna Reykjanesvirkjunar sem nú er í byggingu.

21. apríl 2006

Opið hús sumardaginn fyrsta í Hveragerði

Fimmtudaginn 20. apríl verður opið hús í Hveragerði milli kl. 13-17. Gestum gefst kostur á að skoða íbúð að Lækjarbrún 13. Þjónustuhús við Lækjarbrún í Hveragerði veitir þér tækifæri til að njóta lífsins í faðmi einstakrar náttúru og hafa jafnframt aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands.