Námur

Stapafell

Stapafell

Um námurnar

ÍAV rekur malavinnslu og sölu á þremur stöðum á suðvesturhorni landsins, í Lambafelli í Þrengslum, í Stapafelli og Rauðamel á Suðurnesjum.

 

Í námunum í Lambafelli og Stapafelli eru seld bæði unnin og óunnin fyllingarefni til mannvirkjagerðar.

Í námunni í Rauðamel eru unnin og seld fylliefni í steinsteypu og er sú framleiðsla með heimild til CE – merkingar á framleiðslunni.

 

Öll framleiðsla er rannsökuð m.t.t. brotþols og kornadreifingar nema fyllingarefnin, þar eru einungis til brotþolsrannsóknir.

Í Stapafelli og Rauðamel er í gangi vinna við mat á umhverfisáhrifum og í kjölfarið af því vinna við deiliskipulag svæðisins.

Lambafellsnáma hefur farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fyrir liggur deiliskipulag af svæðinu.

 

ÍAV leggur kapp á að geta sýnt fram á gerð efnisins sem selt er, þannig að viðskiptavinurinn þurfi ekki að fara í grafgötur með hvaða efni hann er að kaupa. Ávallt eru til staðar á vefnum nýjustu upplýsingar um efnisgæði og kornakúrfur.

 

Opnunartími í Stapafelli, Rauðamel og Lambafelli er:

Mánudaga – fimmtudaga kl. 08:00 – 18:00

Föstudaga kl. 08:00 – 14:40

Lambafell

Verkefnastjóri

Rúnar Ágúst Jónsson

Námustjóri

Jóhann Ingi Pétursson

Efni

Það eru seld bæði unnin og óunnin fyllingarefni til mannvirkjagerðar.

Stapafell

Verkefnastjóri

Rúnar Ágúst Jónsson

Námustjóri

Magnús Garðarsson

Efni

Það eru seld bæði unnin og óunnin fyllingarefni til mannvirkjagerðar.

Rauðamelur

Verkefnastjóri

Rúnar Ágúst Jónsson

Námustjóri

Magnús Garðarsson

Efni

Þar eru unnin og seld fylliefni í steinsteypu og er sú framleiðsla með heimild til CE – merkingar á framleiðslunni.

Fylgigögn

Verðlisti 1. janúar 2024Bréf til viðskiptavina Íslenskra aðalverktaka hf í námum 23. maí 2022Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrir LambafellDeiliskipulag fyrir Lambafell: GreinargerðDeiliskipulag fyrir Lambafell: Kort og teikningar