Fréttir

Lindargatan-Reykjavík komin í sölu
21. apríl 2006

Lindargatan-Reykjavík komin í sölu

Komið er í sölu nútímalega hannað og glæsilegt fjölbýlishús við Lindargötuna í Reykjavík. Húsið er viðhaldslítið og íbúðunum er skilað fullbúnum með parketi á gólfum og með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Sér þvottahús er í hverri íbúð, auk þess eru rúmgóðar geymslur í kjallara fyrir hverja íbúð.

10. apríl 2006

Íbúðir við Lindargötu

Í febrúar 2006 hófu ÍAV byggingu glæsilegs fjölbýlishúss við Lindargötu 27. Húsið verður á átta hæðum með 27 íbúðum og 6 bílskúrum. Íbúðum verður skilað fullbúnum í júní 2007.

10. apríl 2006

Skrifstofubygging við Glæsibæ

ÍAV hafa hafið framkvæmdir við byggingu skrifstofuhúsnæðis við Glæsibæ. Húsnæðið verður tæplega 10.000 fermetrar að stærð á átta hæðum auk kjallara á tveimur hæðum. Samtímis verður byggt bílastæðahús á þremur hæðum með tæplega 400 bílastæðum. Framkvæmdir hófust í mars 2006 og gert er ráð fyrir að þeim ljúki veturinn 2007.

10. apríl 2006

Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn

ÍAV hófu í mars 2006 undirbúningsframkvæmdir vegna byggingar tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn. Byggingin verður um 26.000 fermetrar að stærð og mun m.a. rúma tónleikasal sem tekur 1.800 manns í sæti, tvískiptanlegan ráðstefnusal með 750 sætum, kammermúsíksal með 450 sætum og minni sal/aðstöðu fyrir 180-200 áheyrendurmeginhluta á tveimur hæðum. Verklok eru áætluð haustið 2009.

Samningur undirritaður milli ÍAV og Heimsferða
10. apríl 2006

Samningur undirritaður milli ÍAV og Heimsferða

Undirritaður hefur verið samningur milli ÍAV og Heimsferða um hönnun og byggingu skrifstofuhúsnæðis við Skógarhlíð 18. Húsnæðið verður um 1.100 fermetrar að stærð á þremur hæðum viðfast núverandi skrifstofu Heimsferða. Framkvæmdir munu hefjast í ágúst 2006 og gert er ráð fyrir að þeim ljúki í maí 2007.

Skóflustunga að Háskólatorgi
06. apríl 2006

Skóflustunga að Háskólatorgi

Fimmtudaginn 6. apríl var tekin fyrsta skóflustunga að Háskólatorgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands tóku fyrstu skóflustunguna í sameiningu. Starfsmenn ÍAV hefja svo í beinu framhaldi framkvæmdir við Háskólatorg en gert er ráð fyrir að Háskólatorg verði vígt þann 1. desember 2007.

21. mars 2006

Undirbúningsframkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð hafnar

ÍAV hafa hafið undirbúningsframkvæmdir við tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð við Reykjavíkurhöfn. Samningur milli ÍAV og Reykjavíkurborgar miðar að því að gera lóð TRH og aðliggjandi lóðir byggingarhæfar. Samningurinn er tvískiptur. Annars vegar tekur IAV tekur að sér á föstu verði ákveðna verkþætti sem eru tæknilega séð óaðskiljanlegir frá byggingu TRH og bílageymsluhús og hins vegar taka ÍAV að sér að stýra öðrum framkvæmdum á svæðinu fyrir hönd Reykjavíkurborgar og munu ÍAV og Reykjavíkurborg bjóða sameiginlega út þá verkþætti.

16. mars 2006

ÍAV verður á sýningunni Verk og vit

ÍAV mun vera á sýningunni Verk og vit sem er haldin í Laugardalshöllinni dagana 16-19 mars. Opið verður fyrir fagaðila fimmtudaginn frá kl. 17-20 og föstudaginn frá kl. 12-12. Opið verður fyrir almenning laugardaginn og sunnudaginn milli kl. 12 og 17. Við hvetjum alla þá sem vilja fá upplýsingar um starfsemi ÍAV og þær fasteignir sem til sölu eru hjá fyrirtækinu að mæta.