Fréttir

Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi
14. nóvember 2007

Hrólfsskálamelur á Seltjarnarnesi

Í byggingu er 26 íbúða fjölbýlishús við Hrólfsskálamel 2-8 á Seltjarnarnesi, húsið er þrjár hæðir og bílakjallari. Íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar og mikið í þær lagt. Framkvæmdir hófust um miðjan maí 2007 og verða fyrstu íbúðirnar afhentar í nóvember 2008. Íbúðirnar eru einstaklega glæsilegar, á það jafnt við um hönnun, efnisval, búnað og frágang. Staðsetningin er einstök og stutt í allt það besta sem Seltjarnarnes hefur upp á að bjóða. Húsin eru hönnuð af arkitektastofunni Hornsteinum.


ÍAV byggja fyrir N1
07. nóvember 2007

ÍAV byggja fyrir N1

Skrifað hefur verið undir samning milli N1 og ÍAV vegna framkvæmda við nýbyggingar að Bíldshöfða 2. Framkvæmdir hefjast nú í byrjun janúar og verður stöðin tekin í notkun í júlí 2008.

Stuðlaberg í mótun
30. október 2007

Stuðlaberg í mótun

Frá því á vormánuðum hafa hönnuðir á arkitektastofu Henning Larsen og listamaðurinn Ólafur Elíasson unnið að lokaútfærslu tólf þúsund fermetra glerhjúps sem umlykja mun nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús við Austurhöfn og er sú vinna langt komin.

ÍAV keyptu heila götu í Urriðaholti
29. október 2007

ÍAV keyptu heila götu í Urriðaholti

Íslenskir aðalverktakar hafa gengið frá kaupum á heilli götu í Urriðaholti í Garðabæ. Gatan heitir Mosagata og verða þar byggð lítil og lágreist fjölbýlishús og raðhús með alls 77 íbúðum. Gatan er miðsvæðis í Urriðaholti, aðeins í seilingarfjarlægð frá skóla og leikskóla.

Úrslit í nafnasamkeppni Háskólatorgs
18. október 2007

Úrslit í nafnasamkeppni Háskólatorgs

Tilkynnt hefur verið um niðurstöðu samkeppni um nöfn á þremur byggingum sem nú rísa á svæði Háskóla Íslands: Háskólatorgi I sem kemur til með að hýsa m.a. þjónustustofnanir við nemendur, Háskólatorgi II, sem mun að mestu hýsa skrifstofur deilda, vinnurými kennara og nemenda og rannsóknastofnanir, og loks byggingarhluta sem tengir saman Háskólatorg I og II.