
Sjóvarnargarður við Ánanaust
ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur. Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar. Myndband af drónaflugi yfir vinnusvæðið má sjá á tenglinum: https://youtu.be/BQGGxsixsuQ