Fréttir

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík
26. maí 2008

Snjóflóðavarnir í Bolungarvík

Bæjarráð Bolungarvíkur hefur samþykkt að tilboði Ósafls í snjóflóðavarnir í Bolungarvík verði tekið en fyrirtækið var lægstbjóðandi í verkið. Tilboðið hljóðar upp á 566.781.402 krónur og er 77.93% af kostnaðaráætlun verksins. Ósafl er fyrirtæki í eigu Íslenskra aðalverktaka og Marti Contractors og var stofnað um gerð Bolungarvíkurganga.


ÍAV í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR
19. maí 2008

ÍAV í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR

Nú liggja niðurstöður fyrir í stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi. ÍAV voru í 10. sæti í hópi stærri fyrirtækja, þar sem starfa 50 eða fleiri starfsmenn. ÍAV voru síðast á lista hjá VR árið 2002 og voru þá í 88. sæti og hafa því hækkað verulega. Til að komast á listann þarf svarhlutfalið að vera 35%.

Góður gangur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu
13. maí 2008

Góður gangur í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu

Framkvæmdir við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið hafa gengið vel að undanförnu. Í apríl voru framleiddir um 5.400 m2 af mótum, 2.000 m2 af trapizuplötum, 1.400 m3 af steypu, 250 tonn af steypustyrktarstáli og um 150 tonn af byggingarstáli. Uppsteypa á 2. hæð hússins er langt komin en á þeirri hæð byrja þrír megin salir hússins.

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar
09. apríl 2008

Framkvæmdir við íbúðir á Hrólfsskálamel hafnar

Framkvæmdir vegna íbúða á Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi hefjast um mánaðarmótin apríl/maí, gert er ráð fyrir að fyrsta byggingin af þremur verði tilbúin haustið 2008. Alls verða um 80 íbúðir í byggingunum en 26 íbúðir eru í fyrsta húsinu og er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar taki tvö til þrjú ár.

Glæsilegt húsnæði Heimsferða
09. apríl 2008

Glæsilegt húsnæði Heimsferða

Heimsferðir hafa tekið í notkun nýjar og stærri höfuðstöðvar að Skógarhlíð 18. ÍAV sáu um hönnun og stækkun húsnæðisins sem er um 1.100 fermetrar á þremur hæðum. Framkvæmdir hófust í ágúst 2006 og er nýbyggingin viðföst gömlu höfuðstöðvunum sem stækkuðu um helming. Heimsferðir voru stofnaðar 1992 og fagna því 15 ára afmæli í ár. Starfsemi fyrirtækisins hefur vaxið fiskur um hrygg og hefur veltan fimmtánfaldast á undanförnum tveimur árum.

Uppsteypu við Glæsibæ lokið
09. apríl 2008

Uppsteypu við Glæsibæ lokið

Uppsteypu á um 10.000 fermetra húsnæði við Glæsibæ er lokið. Byggingin er á átta hæðum auk kjallara á tveimur hæðum og hófust framkvæmdir í mars 2006. Byggingin er vestan megin við verslunarmiðstöðina í Glæsibæ en ÍAV luku í desember s.l. við byggingu viðfasts bílastæðahús á þremur hæðum með tæplega 400 bílastæðum.

ÍAV styrkja skólastarf á Seychelleseyjum
09. apríl 2008

ÍAV styrkja skólastarf á Seychelleseyjum

Íslenskir aðalverktakar eru aðalstuðningsaðilar verkefnisins „Tölvuvæðing grunnskóla Seychelleseyja í Indlandshafi“ sem nú hefur staðið yfir í um tvö ár, en mjög margir hafa stutt verkefnið og komið að því með einum eða öðrum hætti. Búið er að tölvuvæða 19 af 23 grunnskólum eyjanna og mun verkefnið klárast um áramót og verða þá allir grunnskólar eyjanna komnir með tölvur.

Til hamingju!
09. apríl 2008

Til hamingju!

Föstudaginn 26. október var formlega tekin í notkun nýr og glæsilegur fjórtán hæða turn sem er viðbygging við Grand Hótel Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar óska eigendum og starfsfólki til hamingju með fallega byggingu, með þakklæti fyrir samstarfið.

ÍAV sjá um framkvæmdir fyrir Mörkina
09. apríl 2008

ÍAV sjá um framkvæmdir fyrir Mörkina

ÍAV hafa tekið að sér að ljúka framkvæmdum við þrjú fjölbýlishús að Suðurlandsbraut 58-60 . Húsin eru fjögurra hæða auk kjallara og tengjast húsin saman með bílakjallara. Í hverju húsi eru 26 íbúðir og eru íbúðirnar því 78 talsins og er heildarstærð þeirra tæplega 14.000 fermetrar. ÍAV munu taka við framkvæmdinni þegar húsin eru uppsteypt og sjá um fullnaðarfrágang en gert er ráð fyrir að uppsteypu ljúki í aprílmánuði. Íbúðirnar verða seldar eldriborgunum en Mörkin eignarhaldsfélag mun sjá um söluna.

Hálf öld að baki
08. apríl 2008

Hálf öld að baki

Það er ekki á hverjum degi sem menn ná þeim merka áfanga að starfa hjá sama vinnuveitanda í 50 ár en því náði Bragi Hansson þann 8. apríl 2008. Bragi man tímana tvenna í starfsemi fyrirtækisins og hefur verið þátttakandi í miklum og margvíslegum breytingum á starfsemi þess. Fyrstu fjóra áratugina eða svo var starfsemi félagsins að mestu einskorðuð við Keflavíkurflugvöll og aðallega unnið fyrir einn verkkaupa. Á þessum tíma var Bragi andlit fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu og var í raun eini sýnilegi hluti af starfsemi félagsins fyrir stórum hluta birgja og viðskiptamanna.