Fréttir


Tilboði ÍAV og Marti tekið í Solbakk jarðgöngin
16. apríl 2013

Tilboði ÍAV og Marti tekið í Solbakk jarðgöngin

Vegagerð Noregs (Statens vegvesen) hefur staðfest að sameiginlegu tilboði ÍAV og Marti, í Solbakk jarðgöngin verði tekið. Samkvæmt norskum reglum hefst kærufrestur frá og með deginum í dag en aðrir bjóðendur í verkið hafa frest fram til 28. apríl til að mótmæla ákvörðun Vegagerðarinnar.

Stækkun á Skarfabakka
22. mars 2013

Stækkun á Skarfabakka

Vinna við stækkun hafnarinnar á Skarfabakka er enn í fullum gangi en verkið hófst í apríl á síðasta ári. Verkkaupi er Faxaflóahafnir og felst vinnan í framlengingu á núverandi höfn á Skarfabakka til að hægt sé að leggja tveimur skemmtiferðaskipum í einu að höfninni.

Hús íslenskra fræða – undirritun samnings
13. mars 2013

Hús íslenskra fræða – undirritun samnings

Síðastliðin mánudag var undirritaður samningur á milli ÍAV annarsvegar og Mennta og menningarmálaráðuneytisins og Háskóla Íslands, hinsvegar. Tilboð ÍAV í þessum fyrsta áfanga þ.e. jarðvinnuútboðinu hljóðaði upp á rúmar 98 milljónir króna.

Búðarhálsvirkjun - þrýstipípur
05. mars 2013

Búðarhálsvirkjun - þrýstipípur

Nú hefur verið lokið við að setja niður þrýstipípur í Búðarhálsvirkjun. Pípurnar tvær eru um 110 metra langar og vega þær samtals 550 tonn en þvermál hvorrar pípu er 5,8 metrar.

Undirskrift vegna Vaðlaheiðarganga
04. febrúar 2013

Undirskrift vegna Vaðlaheiðarganga

Á föstudaginn var skrifað undir samninga við ÍAV og Marti um gerð Vaðlaheiðarganga. Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetra löng með vegskálum beggja vegna. Göngin munu stytta Hringveginn um 16 kílómetra og áætluð umferð við opnun ganganna er um 1400 bílar á sólarhring.

Harpa í úrslit í arkitektasamkeppni
01. febrúar 2013

Harpa í úrslit í arkitektasamkeppni

Á dögunum komst Harpan í úrslit í arkitektasamkeppni í Evrópu. Um er að ræða Mies van der Rohe verðlaunin sem eru veitt fyrir nútíma arkitektúr. Harpan er nú komin í hóp með fimm öðrum byggingum í Evrópu en alls voru sendar inn 335 tillögur af byggingum frá 37 löndum. Þetta er því gríðarlegur sigur fyrir þá arkitekta og hönnuði sem komu að hönnun Hörpunnar.

Frystigeymsla HB Granda, Norðurgarði
31. janúar 2013

Frystigeymsla HB Granda, Norðurgarði

Framkvæmdir við frystigeymslu HB Granda á Norðurgarði eru nú í fullum gangi. Byrjað var að reisa stálgrindina í dag og áætlað er að steypuvinna í sökklum og útveggjum verði að mestu lokið í næstu viku.

Hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ
23. janúar 2013

Hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ

Vinna við uppsteypu hjúkrunarheimilisins við Nesvelli í Reykjanesbæ hófst um miðjan október 2012. ÍAV var lægstbjóðandi í verkhluta sem snýr að uppsteypu hússins og utanhúsfrágangi ásamt því að ganga frá þaki hússins. Byggingin sjálf er um 4000 m2 að stærð.