Fréttir

Dynjandisheiði
29. september 2021

Dynjandisheiði

Gott viðtal við Bjarka Laxdal sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna Dynjandisheiði 20.sept s.l.


Áfanga ll - Stapaskóli
22. september 2021

Áfanga ll - Stapaskóli

ÍAV hefur undirritað samning við Reykjansbæ um uppbyggingu á áfanga ll við Stapaskóla á Dalsbraut 11-13. Flatarmál stækkunarinnar er 5600 m2 og mun stækkunin hýsa fullbúið íþróttahús sem rúmar fullan keppnisvöll í körfubolta með allt að 1.200 áhorfendur og 25 metra innisundlaug ásamt heitum pottum. Vinnan hefst strax og afhending verður 15. desember 2022.

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ
20. september 2021

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

Framkvæmdir á fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar ganga vel. Unnið er að glugga ísetningu sem er komin langt á veg og byrjað er að klæða húsið. Verið er að ganga frá samning um bílastæði við íþróttahúsið en búið er að gefa leyfi á að hefja framkvæmdir og munu þær hefjast í þessum mánuði. Innanhússfrágangur inni í sal er einnig á fullu og stefnt er að því að klára allan þann frágang í október og í kjölfari leggja niður gervigrasið. Búið er að flísaleggja stóran hluta veggja og stefnt er að því að klára gólfflísar í október. Í kjölfari koma innréttingar, bekkir og snagar inn. Um er að ræða 10.000 fm salur en alls 17.000 fm hús. Afhenda á íþróttahúsið lok janúar 2022.

Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ
13. ágúst 2021

Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ

ÍAV undirrituðu þann 4. júní 2021 s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 64 almennar leiguíbúðir við Hraunbæ 133. Samtals eru 59 íbúðir í tveimur 3-5 hæða blokkum með 4 stigagöngum, auk þess raðhús á tveimur hæðum með 5 íbúðum. Nú eru framkvæmdir hafnar. Jarðvinnan byrjaði í júlí og fyrstu smiðir komu á staðinn á mánudaginn og þá hófst uppsteypa.

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar
29. júlí 2021

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí. Um er að ræða 3000 m2 skrifstofubyggingu á þremum hæðum auk 2400 m2 lager og tækjageymslu á 9.000 m2 lóð.

Umfjöllun - Suðurlandsvegur
05. júlí 2021

Umfjöllun - Suðurlandsvegur

Framkvæmdir við 2. áfanga breikkunar Hringvegar (1) milli Hveragerði og Selfoss ganga vel og eru á áætlun. Verkið hófst apríl 2020 og á að ljúka í lok september 2023. Fjallað var um verkið á heimasíðu Vegagerðarinar:

50 rampar af 100 teknir í notkun - Römpum upp Reykjavík
01. júlí 2021

50 rampar af 100 teknir í notkun - Römpum upp Reykjavík

ÍAV er stoltur þátttakandi í Römpum upp Reykjavík. Nú hafa 50 rampar af 100 verið teknir í notkun á 3 mánuðum. Markmiðið er að ljúka verkinu fyrir 1. mars 2022 og segja má að verkið er komið vel á veg. Fjallað var um verkefnið á mbl.is í síðustu viku.

Framkvæmdir í Keflavík komnar á fullt
24. júní 2021

Framkvæmdir í Keflavík komnar á fullt

Hönnun verkefnisins í Keflavík lauk fyrir helgi, sem hefur staðið yfir frá því í september 2020. Jarðvinna hófst 9. mars á þessu ári og er búið að fjarlægja 120.000 rúmmetra af grjóti og öðrum jarðvegi, en flytja inn 100.000 rúmmetra af efni til malbikunnar. Áætlað er að malbika 2.000 fermetra á dag í sumar, þegar mest lætur, til að tryggja að steypuvinna (35.000 rúmmetrar) klárist fyrir vetur

Samningar - Hraunbær 133
14. júní 2021

Samningar - Hraunbær 133

Bjarg Íbúðafélag hses. og ÍAV undirrituðu þann 4. júní 2021 s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 64 almennar leiguíbúðir við Hraunbæ 133.