Starfsemi

Starfsemi

OrdskyÁ þeim 60 árum sem liðin eru frá stofnun Íslenskra aðalverktaka hefur fyrirtækið byggt mikinn fjölda mannvirkja. Mannvirkin spanna alla flóru byggingariðnaðarins  og má þar nefna íbúðabyggingar, verslunar- og skrifstofuhúsnæði, vegi, brýr, jarðgöng, veitur, snjóflóðamannvirki, hafnir, virkjanir, iðnaðarhúsnæði, verksmiðjur,  skóla, sundlaugar, íþróttahús, knattspyrnuhallir og nú síðast Hörpu. 

Þess utan starfrækja Íslenskir aðalverktakar þrjár námur.

Breidd af þessu tagi sýnir metnað og áhuga á að takast á við flókin og krefjandi verkefni og gerir þar með kröfu um mjög hæft starfsfólk með mikla þekkingu og reynslu og bestu fáanlegu menntun á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. Íslenskir aðalverktakar leggja mikla áherslu á að ráða til sín kraftmikla og framsækna einstaklinga og bjóða upp á góða starfsaðstöðu.

Hér má sjá ítarlegan bækling um ÍAV á ensku.