Hótel á Aðaltorgi

ÍAV tekur að sér að stýra byggingu 150 herbergja flugvallahótels Courtyard by Marriott fyrir Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ.

Auk hótelherbergjanna verður á fyrstu hæð rými fyrir fjölbreytta funda- og veitingaaðstöðu, verslun og veitingastað auk líkamsræktaraðstöðu.

Courtyard by Marriott hótelin eru þriggja stjörnu.

Fyrsta skóflustunga var tekin 19. júlí 2018 og framkvæmdir munu hefjast 1. ágúst 2018. Verklok eru áætluð mars 2020.

Byggingin er 6.830 m2 á 4 hæðum. Opin rými og verslunaraðstaða á jarðhæð og hótelherbergin á 2-4. hæð

Jarðhæð og stiga- og lyftukjarnar eru úr járnbentri steypu. Hótelherbergin eru úr gámaeiningum sem koma tilbúin að utan. Byggingin er síðan klædd að utan með viðhaldlítilli álklæðingu.

Staðsetning

Prenta