Korpulína 1 og Rauðavatnslína 1 – 132 kV jarðstrengir, jarðvinna og lagning

ÍAV hefur samið við Landsnet um lagningu jarðstrengs milli Korpu og Rauðavatns. Verkið felst í að grafa fyrir og leggja 132 kV jarðstreng, Korpulínu (KO1), ásamt fjarskiptarörum. KO1 er um 6,7 km löng og liggur milli tengivirkisins á Geithálsi og tengivirkisins Korpu við Vesturlandsveg. Jarðstrengslögnin samanstendur af þremur einleiðarastrengjum.

Verkið felst einnig í að grafa fyrir og leggja 132 kV jarðstreng, Rauðavatnslínu 1 (RV1), ásamt fjarskiptarörum. Rauðavatnslína er um 2,4 km á lengd og liggur milli tengivirkisins á Geithálsi og aðveitustöðvar A12 sunnan Rauðavatns. Veitur munu einnig láta leggja 11 kV strengi í skurðinn hluta leiðarinnar. Jarðstrengslögnin RV1 samanstendur af þremur einleiðarastrengjum en strengur Veitna er gerður úr þremur leiðurum innan sömu strengkápu.

Staðsetning

Prenta