Kröflulína 3– 220 kV háspennulína

ÍAV tekur að sér hluta af Kröflulínu 3 sem liggur um þrjú sveitarfélög: Skútustaðarhrepp, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp. Um er að ræða nýja háspennulínu í lofti frá tengivirki Kröfluvirkjunnar við Mývatn að tengivirki Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Lengd línunnar er 122 km og mun hún liggja að mestu samsíða Kröflulínu 2.

Lengd línunnar sem ÍAV tekur að sér er um 60 km löng í loftlínu og liggur frá Jökulsá á Fjöllum að Jökulsá á Dal.

Verkið felst í að gera vegslóða sem telja á annað hundrað km og reisingarplön við mastursstæðin, setja niður undirstöður úr forsteyptum einingum fyrir 149 möstur, borun og innsetning bergbolta og setja niður forsteyptar staghellur sem notað er sem stagfestur fyrir möstrin.

Meðalhæð vinnusvæðisins er 530 metra yfir sjávarmáli en hæst nær það í 680 metra yfir sjávarmál.

Staðsetning

Prenta