Íslenskir aðalverktakar hf, fyrir hönd Bjargs íbúðafélags hses., byggja hér samtals 155 almennar leiguíbúðir í sjö 3 – 4 hæða byggingum með sameiginlegum bílakjallara. Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.
Burðarvirki er staðsteypt. Gólfplötur ofan jarðhæðar byggðar upp með filigran- og holplötum. Þök eru útbúin úr Lett Tak einingum. Byggingar eru einangraðar að utan og álklæddar.
Byggingar eru afhentar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum.