Seðlabanki Íslands – endurbætur og stækkun

Samningur um endurbætur og stækkun á byggingu Seðlabanka Íslands var undirritaður rafrænt þann 29. desember. Verkið felst í að rífa niður og endurbyggja rými á jarðhæð, 1. hæð og 2. hæð ásamt því að reisa nýbyggingu í hjarta bankans í tengslum við aðalinngang og móttöku. Gerðar eru miklar kröfur varðandi aðgengisstýringu og sem minnsta truflun á daglegri starfsemi bankans.

Meðal undirverktaka verða Bor, Stjörnublikk og Kraftlagnir en rafvirkjadeild ÍAV mun annast raflagnir

Prenta