Solbakk – Stavanger jarðgöng

Marti IAV Tucon vinna við gerð á tvöföldum veggöngum við Stavanger en þetta verða lengstu undirsjávargöng í heimi eða tæpir 18 kílómetrar.

Solbakk göngin eru partur af Ryfast / Eiganes göngum sem tengja Ry fylki og norður Jæren í Rogalandi saman.

Verkið felst í gerð tveggja ganga sem eru 14,3 km löng og tengja Solbakk og ferjuhöfnina í Tau sem er í Strand sýslu. Dýpsti hluti ganganna liggja 290 metra undir sjávarmáli og meðaldýpt er 50 metrar sem gera þetta bæði dýpstu og lengstu undirsjávargöng í Noregi.

Göngin eru tvíbreið í báðar áttir og umferð því aðskilin.

Sá hluti sem Marti, IAV og Tucon gera eru 7,9 kílómetrar að lengd. Göngin eru boruð og sprengd en útgröfturinn er fluttur út með færiböndum í stað hefðbundins aksturs. Tilboð Marti IAV Tucon hljóðaði uppá 1,3 milljarð norskra króna.

Staðsetning

Prenta