Vegagerðin – Nýjar höfuðstöðvar

Íslenskir Aðalverktakar byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir Vegagerðina í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Verkkaupi er Reginn sem voru hlutskarpastir í útboði sem FSR sá um.

Núverandi bygging að Suðurhrauni 3 verður að hluta rifin og að hluta endurbætt. Gert er ráð fyrir 3.500m2 skrifstofubyggingu sem verður á þremur hæðum með inngarði ásamt 2.500m2 geymsluhúsnæði. Húsnæði fyrir aðra starfsemi verður endurgert. Húsnæðið verður einangrað að utan og klætt með báruklæðningu að hluta og timburpanel inní garði sem verður í miðjunni. Fullnaðafrágangur að innan með skrifstofuaðstöðu fyrir u.þ.b. 160 manns, rafeindaverkstæði, rannsóknarstofu og geymslum.

Frumdrög að útliti má sjá á meðfylgjandi myndum. Byggt verður á þarfagreiningu fyrir nýtt húsnæði Vegagerðarinnar sem unnin var af starfsfólki Vegagerðarinnar í samráði við FSR.

Staðsetning

Prenta