Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði

Þann 11. september sl. var skrifað undir verksamning um nýbyggingu Vestfjarðavegar á 10 km kafla.

Verkið felst annars vegar í gerð 5,7 km langs kafla við Þverdalsá, upp af Flókalundi við Vatnsfjörð, og hins vegar í gerð 4,3 km langs kafla fyrir Meðalnes, milli Borgarfjarðar og Dynjandisvogs. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun október 2020 og verði lokið 30. september 2021.

Staðsetning

Prenta