Miðgarður – Fjölnota Íþróttahús Garðabæ

Miðgarður

Verkið felst í heildarhönnun og allri uppbyggingu hússins.

Þetta þýðir að verktaki gerir allar teikningar fyrir opinbera aðila og þær sem eru nauðsynlegar fyrir smíði hússins.

Verkið innifelur einnig skil á öllum kerfum ásamt landslagshönnun og lóð ásamt búnaði að hluta til nota fyrir iðkendur hússins.

Hin nýja bygging mun standa að hluta á núverandi Vetrarbraut sem tengir íbúðarhverfið Hnoðraholt við þjóðveginn við Vífilsstaði. Nauðsynlegt er að færa Vetrarbrautina fram hjá byggingarsvæðinu áður en vinna á lóðinni hefst.

Íþróttahúsið er stálgrindarbygging klædd samlokueiningum á veggjum og þaki sem verður þakið úthaga torfi.

Á vestur og suðurhlið íþróttasalarins verður steinsteypu bygging sem hýsir búningsklefa, sturtur o.þ.h. og önnur rými eins og cafeteríu, skrifstofur, fundarherbergi og fjölnota sali eins og danssal og þrekæfingasal.

Helstu magntölur:

Íþróttahúss 80 x 120 m eða 9.600 m2

Tengibygging á tveim hæðum samtals um 1.370 m2.

Viðbygging íþróttahúss um 20 m á þrem hæðum 20 x 80 x3 samtal 4.800 m2.

Heildarflatarmál um 15.770 m2.

Staðsetning

Prenta