Fréttir

ÍAV byggir Háskólatorgið
02. desember 2005

ÍAV byggir Háskólatorgið

Gunnar Sverrisson forstjóri Íslenskra aðalverktaka og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituðu samning um hönnun og byggingu Háskólatorgs í hátíðarsal Háskóla Íslands í tengslum við fullveldishátíð stúdenta við Háskóla Íslands. Við sama tækifæri afhenti Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fyrstu greiðslu samningsins - rúmar 13 milljónir króna - en starfsemi Félagsstofnunar mun flytja í Háskólatorg ásamt fleiri einingum.


Samningur milli ÍAV og Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar
25. nóvember 2005

Samningur milli ÍAV og Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar

Samningur var undirritaður í gær milli ÍAV og Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar um hönnun og byggingu íþróttaaðstöðu fyrir íþróttafélagið Ármann í Laugardal. Húsið verður félagsaðstaða Ármanns ásamt fimleika- og bardagasölum og liggur að núverandi húsi Þróttar. Húsið verður á tveimur hæðum og um 3.200 m2 að stærð. Framkvæmdir hefjast næstu daga og er áætlað að þeim ljúki haustið 2006.

Stækkun frystigeymslu Síldarvinnslunnar hf.
24. október 2005

Stækkun frystigeymslu Síldarvinnslunnar hf.

Þann 21. október undirrituðu Íslenskir aðalverktakar hf. og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað verksamning um byggingu 7000 fermetra frystigeymslu sem byggð verður í Neskaupstað. Bygging frystigeymslunnar er kærkomin viðbót við verkefni félagsins á austurlandi, en þessa dagana er einmitt að ljúka byggingu vinnubúða á Reyðarfirði í tengslum við álversframkvæmdirnar. Undirbúningur framkvæmda er þegar hafin og verður geymslan tekin í notkun 1. febrúar 2006.

Sjótökuholur
24. október 2005

Sjótökuholur

Í júní unirrituðu Íslenskir aðalverktakar og Hitaveita Suðurnesja samning um borun á sjótökuholum á Reykjanesi. Framkvæmdir hófust í ágúst og lauk verkinu í desember. Með samningi þessum er ÍAV að vinna að verkefni í jarðborunum í fyrsta sinn.

ÍAV hlutskarpast í alútboð Háskólatorgs
18. október 2005

ÍAV hlutskarpast í alútboð Háskólatorgs

Tillaga frá ÍAV og samstarfsaðilum í alútboði Háskólatorgs hefur verið valin hlutskörpust. Háskólatorgi er ætlaður staður sunnan við Aðalbyggingu Háskóla Íslands á tveimur lóðum er báðar liggja að Alexandersstíg. Tillagan gerir ráð fyrir að Háskólatorgið sé í tveimur sjálfstæðum en samtengdum byggingum. Þessar ólíku byggingar tengjast Háskólasvæðinu á látlausan en áhrifamikinn hátt.

Leikskóli við Skógarlönd
17. október 2005

Leikskóli við Skógarlönd

ÍAV lauk við byggingu á nýjum leikskóla við Skógarlönd, Austur-Héraði á þessu ári. Um er að ræða fjögurra deilda leikskóla sem verður samtals um 880 fermetrar.

Stækkun Grand Hótels Reykjavík hafin
26. september 2005

Stækkun Grand Hótels Reykjavík hafin

Vinna við byggingu 14 hæða viðbyggingar við Grand hótel Reykjavík er hafin. Byggingin samanstendur af kjallara, 12 fullum hæðum, inndreginni hæð og hæð sem skilur húsin í tvær einingar. Gert er ráð fyrir nýjum aðalinnangi, gestamóttöku sem tengist yfirbyggðum innigarði, þjónusturýmum í kjallara og á fyrstu hæð, hótelherbergjum á 1. til 13. hæð og tæknirýmum á efstu hæð.

Portus Group með vænlegasta tilboðið í tónlistarhús
22. september 2005

Portus Group með vænlegasta tilboðið í tónlistarhús

Portus Group, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka hf., Landsafls hf., og Nýsis hf., er með vænlegasta tilboðið í hönnun, byggingu og rekstur tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) við Austurhöfnina í Reykjavík samkvæmt niðurstöðu matsnefndar og sérfræðinga Austurhafnar-TR sem tilkynnt var í Þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn.