Nýr rammasamningur við Veitur markar tímamót

22. desember 2025

Íslenskir aðalverktakar skrifuðu þann 18. desember undir nýjan umfangsmikinn samning við Veitur, ásamt félögunum Stéttarfélagið og Ístak. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs sem hófst í nóvember 2024 og nær til viðhalds og nýframkvæmda á veitukerfum á næstu árum.

Um er að ræða fyrsta rammasamning Veitna af þessu tagi þar sem viðhald lagna, heimlagnir og nýframkvæmdir eru sameinuð undir einum samningi. Heildarfjöldi tilboðsliða nemur um 3.600 og samningstíminn getur náð allt að 7,5 árum.

Nýjar áherslur voru kynntar í útboðsferlinu sem snúa að því að skapa heildarlausnir sem bæta hagkvæmni, þjónustu og sjálfbærni. Einar Hrafn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri jarðvinnu hjá ÍAV, segir fyrirtækið hlakka til samstarfsins:

„Við hjá ÍAV höfum áratuga reynslu í vinnu við veitukerfi og munum byggja á þeirri reynslu í þessu verkefni. Við hlökkum til að taka þátt í því markmiði Veitna að auka þjónustu við viðskiptavini með skilvirkni, gæði og öryggi að leiðarljósi.“