
Undirstöður steyptar í Helguvík
ÍAV steyptu í dag fyrstu undirstöðurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík. Í kerskálann fullbyggðan er gert ráð fyrir að fari um 36.000 rúmmetrar af steypu og 60.000 rúmmetrar í álverið fullbyggt
ÍAV steyptu í dag fyrstu undirstöðurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík. Í kerskálann fullbyggðan er gert ráð fyrir að fari um 36.000 rúmmetrar af steypu og 60.000 rúmmetrar í álverið fullbyggt
Undirritun samninga og fyrsta skóflustungan að nýju Garðatorgi, var tekin þann 11. september 2008. Nýtt Garðatorg er annar áfangi í uppbyggingu á miðbæjarsvæði Garðabæjar og sjá ÍAV um framkvæmdir fyrir fasteignaþróunarfélagið Klasa sem vinna að uppbyggingunni í samvinnu við Garðabæ. Við torgið verða verslanir, þjónustufyrirtæki, menningarlíf og íbúðir. Framkvæmdum við torgið lýkur á árinu 2010.
ÍAV hófu í júní 2008 vinnu við um 3000 fermetra tengibyggingu við núverandi skólabyggingu Sjálandsskóla. Tengibyggingin er staðsett við sjó og gangurinn sem tengir byggingarnar saman liggur yfir Vífilstaðarlækinn. Tengibyggingin mun m.a. hýsa sundlaug, íþróttasal og mötuneyti.
Í gær var í fyrsta sinn sprengt í Óshlíaðrgöngum. Fjöldi manns var samankomin þegar sprengingin reið yfir og var um mikinn hvell að ræða. Kristján L. Möller sá um aðgerðina eftir að sprengimeistarar Ósafls höfðu komið sprengiefninu fyrir.
Á smáeyjum í Indlandshafi hafa Íslenskir aðalverktakar ásamt fjölda fyrirtækja og stofnana tölvuvætt alla grunnskóla Seychelles-eyja. Verkefnið hefur staðið í rúm tvö ár og fjöldi tæknimanna og kennara farið á staðinn til að kenna á búnaðinn.
Ósafl hefur í sumar verið að grafa frá bergi við fyrirhugaða jarðgangamunna. Framkvæmdum miðar vel, en á svæðinu eru nú um 30 manns og fer fjölgandi á næstu vikum. Búið er að hreinsa allt laust efni frá borstafninum Bolungarvíkurmegin og Hnífsdalsmegin. Formleg sprengivinna hefst um mánaðamótin.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið var sérstaklega upplýst á menningarnótt. Byggingin var glæsileg á að líta upplýst í myrkrinu eins og myndirnar bera með sér.
Þessa dagana er uppsteypu vesturhússins í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu að ljúka en sá hluti hússins hýsir tvo af aðalsölum þess, ráðstefnusalinn og æfingasalinn. Hífðir voru 6 stálbitar í þakið í ráðstefnusalnum og 4 í þakið á æfingasalnum og vega þeir um 20 tonn hver og gekk hífingin mjög vel.
Opnuð hefur verið á Gestastofa sem mun veita upplýsingar um framkvæmdir og væntanlega starfsemi í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu sem ÍAV eru að byggja við höfnina í Reykjavík.
Undirritaður hefur verið verksamningur um snjóflóðavarnir í Traðarhyrnu.