
ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð
Samningur um að Íslenskir aðalverktakar byggi Molann, 2.500 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð, var undirritaður af fulltrúum ÍAV og Smáratorgs. Fór undirskriftin fram á sýningunni Austurland 2004. Fyrsta skóflustungan verður tekin 21. júní nk.