Fréttir

Snjóflóðavarnargarðar á Seyðisfirði
10. ágúst 2004

Snjóflóðavarnargarðar á Seyðisfirði

Verkið fólst í að byggja tvo 20 metra háa snjóflóðavarnargarða, um 200 metra langan leiðigarð og rúmlega 400 metra þvergarð, á Brún undir Bjólfi á Seyðisfiriði


10. ágúst 2004

ÍAV hefja framkvæmdir við grunnskóla í Staðahverfi

Undirritaður hefur verið samningur um að ÍAV byggi grunnskóla í Staðahverfi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu og frágangi að utan og innan en skólinn verður tæplega 3.000 fermetrar að grunnfleti á einni hæð. Byggingin verður að stórum hluta klædd að utan með bárumálmklæðningu en að öðru leiti verður notast við sjónsteypu.

24. júní 2004

Íslenskir aðalverktakar 50 ára

Fimmtudaginn 24. júní 2004, voru liðin 50 ár frá því Íslenskir aðalverkakar tóku til starfa. Fyrirtækið var í upphafi stofnað að frumkvæði íslenskra stjórnvalda og var ætlað að uppfylla samningsskyldur Íslands við Bandaríkin á sviði verktöku vegna veru varnarliðsins hér á landi.

ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð
11. júní 2004

ÍAV byggir verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð

Samningur um að Íslenskir aðalverktakar byggi Molann, 2.500 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Fjarðabyggð, var undirritaður af fulltrúum ÍAV og Smáratorgs. Fór undirskriftin fram á sýningunni Austurland 2004. Fyrsta skóflustungan verður tekin 21. júní nk.

ÍAV á stórsýningunni, Austurland 2004
10. júní 2004

ÍAV á stórsýningunni, Austurland 2004

Fimmtudaginn 10. júní klukkan 17:00 opnuðu Íslenskir aðalverktakar bás á stórsýningunni Austurland 2004. Um 128 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir kynna starfsemi sína í tæplega 100 sýningarbásum. Sýningarsvæðið er samtals um 2000 fermetrar.

ÍAV byggir grunnskóla í Garðabæ
03. júní 2004

ÍAV byggir grunnskóla í Garðabæ

Undirritaður hefur verið samningur um að ÍAV byggi Sjálandsskóla, nýjan grunnskóla fyrir Sjálands- og Grundarhverfi í Garðabæ. Verkið felst í uppsteypu og frágangi að utan og innan á fyrsta áfanga skólans sem verður tæplega 4.000 fermetrar að grunnfleti. Skólinn verður að meginhluta á tveimur hæðum.

ÍAV reisir leikskóla við Skógarlönd, Austur - Héraði
27. maí 2004

ÍAV reisir leikskóla við Skógarlönd, Austur - Héraði

Þann 27. maí 2004 var undirritaður samningur milli Austur-Héraðs og Íslenskra aðalverktaka um byggingu nýs leikskóla á Egilsstöðum. Í kjölfarið var fyrsta skóflustungan tekin með aðstoð leikskólabarna á Austur-Héraði.

Verslunarmiðstöð á Egilsstöðum opnuð
08. maí 2004

Verslunarmiðstöð á Egilsstöðum opnuð

Laugardaginn 8. maí var ný og glæsileg verslunarmiðstöð opnuð við Miðvang 13 á Egilsstöðum. ÍAV hófu byggingu hússins, sem er 1.800 fermetra stálgrindarhús í október sl. Um 20 manns unnu við verkið að jafnaði en byggingartíminn var mjög stuttur og gekk verkið mjög vel í alla staði.