
Heilög Barbara heiðruð
Jarðgangagerðarmenn Ósafls í Bolungarvík héldu daginn, 4. desember, hátíðlegan og fögnuðu degi heilagrar Barböru, verndardýrlings námumanna. Starfsmenn Ósafls eru margir hverjir kaþólskir og þótti við hæfi að sameina hátíðarhöld tengd Barböru við jólahátíðina. Byrjað var á því að fara inní göng og þar voru tvær styttur blessaðar af kaþólskum presti og annarri komið fyrir í þar til gerðum skáp svo að líkneski af Barböru blasir við þegar keyrt er í göngin. Eftir nokkur ræðuhöld söng karlakórinn Ernir nokkur lög. Starfsmenn Ósafls efndu til veislu þar sem glæsilegar veitingar voru í boði eftir athöfnina á framkvæmdasvæði Ósafls við Ós í Bolungarvík.