
Umhverfislistaverkið Þúfa
Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal var formlega vígt 21. desember 2013 að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölda gesta.
Umhverfislistaverkið Þúfa eftir Ólöfu Nordal var formlega vígt 21. desember 2013 að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölda gesta.
ÍAV vinnur að nokkrum verkefnum um þessar mundir fyrir HB Granda. Um er að ræða byggingu afurðastöðvar og breytingar á húsnæði sem staðsett er við Grandagarð 20 og var áður gamla bræðsluverksmiðjan.
Frá og með Þorláksmessu 23. desember og fram til 6. janúar, verða námur ÍAV í Stapafelli, Rauðamel og í Lambafelli lokaðar. Starfsmenn ÍAV Náma óska viðskiptavinum sínum gleðilegs nýs árs.
Fjórði desember er hátíðisdagur heilagrar Barböru sem er verndardýrðlingur gangamanna, sprengjumanna og jarðfræðinga. Alla jafna er mikið um dýrðir hjá jarðgangamönnum um heim allan þennan dag og svo var að sjálfsögðu líka á starfstöðvum ÍAV bæði hér heima og í Noregi. ÍAV vinnu nú að jarðgöngum við Vaðlaheiði fyrir norðan, í Solbak við Stavanger og í Holsmestrand, hvorutveggja í Noregi.
Í haust var leitað til ÍAV af Samtökum Iðnaðarins vegna verkefnis til eflingar raun og tæknigreina í grunnskólum landsins. Verkefnið heitir GERT og stendur fyrir Grunnmenntun Efld í Raun og Tæknigreinum.
Fyrir skömmu náðist mikilvægur áfangi í jarðgangagerðinni í Snekkestad í Noregi þegar slegið var í gegn í göngunum.
Gengið hefur verið frá samningum við Ofanflóðavarnir á Ísafirði um byggingu snjó - og aurflóðavarnargarða á Ísafirði. Um er að ræða alls fjóra garða af mismunandi stærð og gerð.
Í framhaldi af útboði hefur ÍAV gert samning við Landsnet um byggingu varaflsstöðvar í Bolungarvík. Verkið felur í sér byggingu um 1.000 m² staðsteypts húss yfir rofabúnað, spenna og díselrafstöðvar.
Framkvæmdir við uppsetningu snjóflóðavarna á Siglufirði eru nú í fullum gangi. Fyrir helgi var unnið við flutning á ankerum og grautunarefni upp í fjallið með þyrlu alls um 35 tonn í 80 ferðum.
Uppsteypu hjúkrunarheimilisins við Nesvelli í Reykjanesbæ er nú lokið. Síðustu handtök við klæðningu hússins standa nú yfir ásamt frágangi á þaki og gluggum. Húsið er þrjár hæðir auk kjallara eða 4.339 m2 að stærð.