Fréttir


Opnunartími í námum hjá ÍAV hf um n.k. jól og áramót.
10. desember 2021

Opnunartími í námum hjá ÍAV hf um n.k. jól og áramót.

Tekin hefur verið ákvörðun um að Stapafellnáma og Rauðamelsnáma verða lokaðar frá og með 23. desember 2021 og opna aftur 3. janúar 2022. Lambafellsnáma verður opin, ein hjólaskófla veður á staðnum. Starfsmenn náma hjá ÍAV hf þakka viðskiptin á árinu og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Virðingafyllst Árni Valur Garðarsson

Maríugata - Skóflustunga
30. nóvember 2021

Maríugata - Skóflustunga

Föstudaginn 19. nóvember sl. var tekin skóflustunga fyrir fjölbýlishús Bjargs og Búseta við Maríugötu í Urriðaholti í Garðabæ. Stefnt er að hefja uppsteypu eftir 2 vikur.

Samningar - Maríugata 5
13. nóvember 2021

Samningar - Maríugata 5

Bjarg Íbúðafélag hses. og ÍAV undirrituðu þann 5. nóvember s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 22 almennar leiguíbúðir við Maríugötu 5 í Urriðaholtinu, Garðabæ. Um er að ræða eitt fjölbýlishús upp á 5 hæðir.

Dynjandisheiði
29. september 2021

Dynjandisheiði

Gott viðtal við Bjarka Laxdal sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna Dynjandisheiði 20.sept s.l.

Áfanga ll - Stapaskóli
22. september 2021

Áfanga ll - Stapaskóli

ÍAV hefur undirritað samning við Reykjansbæ um uppbyggingu á áfanga ll við Stapaskóla á Dalsbraut 11-13. Flatarmál stækkunarinnar er 5600 m2 og mun stækkunin hýsa fullbúið íþróttahús sem rúmar fullan keppnisvöll í körfubolta með allt að 1.200 áhorfendur og 25 metra innisundlaug ásamt heitum pottum. Vinnan hefst strax og afhending verður 15. desember 2022.

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ
20. september 2021

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

Framkvæmdir á fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar ganga vel. Unnið er að glugga ísetningu sem er komin langt á veg og byrjað er að klæða húsið. Verið er að ganga frá samning um bílastæði við íþróttahúsið en búið er að gefa leyfi á að hefja framkvæmdir og munu þær hefjast í þessum mánuði. Innanhússfrágangur inni í sal er einnig á fullu og stefnt er að því að klára allan þann frágang í október og í kjölfari leggja niður gervigrasið. Búið er að flísaleggja stóran hluta veggja og stefnt er að því að klára gólfflísar í október. Í kjölfari koma innréttingar, bekkir og snagar inn. Um er að ræða 10.000 fm salur en alls 17.000 fm hús. Afhenda á íþróttahúsið lok janúar 2022.

Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ
13. ágúst 2021

Framkvæmdir hafnar í Hraunbæ

ÍAV undirrituðu þann 4. júní 2021 s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 64 almennar leiguíbúðir við Hraunbæ 133. Samtals eru 59 íbúðir í tveimur 3-5 hæða blokkum með 4 stigagöngum, auk þess raðhús á tveimur hæðum með 5 íbúðum. Nú eru framkvæmdir hafnar. Jarðvinnan byrjaði í júlí og fyrstu smiðir komu á staðinn á mánudaginn og þá hófst uppsteypa.

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar
29. júlí 2021

Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar afhentar

Um miðjan júní hóf Vegargerðin að flytja inn í nýjar höfðuðstöðvar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ og flutti endanlega alla starfsemi sína í húsið í byrjun júlí. Um er að ræða 3000 m2 skrifstofubyggingu á þremum hæðum auk 2400 m2 lager og tækjageymslu á 9.000 m2 lóð.

Umfjöllun - Suðurlandsvegur
05. júlí 2021

Umfjöllun - Suðurlandsvegur

Framkvæmdir við 2. áfanga breikkunar Hringvegar (1) milli Hveragerði og Selfoss ganga vel og eru á áætlun. Verkið hófst apríl 2020 og á að ljúka í lok september 2023. Fjallað var um verkið á heimasíðu Vegagerðarinar: