Íslenskir aðalverktakar hafa lokið framkvæmdum við síðasta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Með afhendingu þessa kafla er Reykjanesbrautin nú tvöföld alla leið frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar – mikilvægur áfangi í samgöngusögu landsins. Sérstaklega er ánægjulegt að verkið var afhent á undan áætlun, þrátt fyrir umfang og flókið framkvæmdarumhverfi.