
Harpan – bygging ársins
Sænska hönnunarblaðið Form hefur valið Hörpuna, byggingu ársins. Aðrar byggingar, sem komu til greina í valinu, voru skíðastökkpallurinn í Holmenkollen í Ósló, 8-tallet í Kaupmannahöfn, Fagerborg-dagheimilið í Ósló og gestastofa dómkirkjunnar í Lundi í Svíþjóð.