Verkefnið við byggingu nýrrar fjölnota farþegamiðstöðvar á Skarfabakka er á góðri siglingu og framvinda þess greinileg í nýjustu myndum frá framkvæmdasvæðinu. Um er að ræða metnaðarfulla framkvæmd þar sem ÍAV leiðir uppbygginguna í samstarfi við Faxaflóahafnir og hönnunarteymi VSÓ og Brokkr stúdíó.
Ytra byrði byggingarinnar hefur tekið á sig skýra mynd og er þakið á nærri fullfrágengið, allir gluggar komnir og undirbúningsvinna við innsetningu hurða stendur yfir. Klæðning er komin langt á veg sem og innanhúsfrágangur. Glæsilegur glerveggur á aðalhlið hússins gefur sterka vísbendingu um hversu mikið er lagt upp úr birtu og nútímalegri hönnun.
Byggingin, sem er tæplega 5.500 m² á tveimur hæðum, mun hýsa alla helstu þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa, þar á meðal öryggisleit, farangursmóttöku og landamæraeftirlit. Utan háannatíma verður hluti húsnæðisins nýttur undir viðburðahald og ráðstefnur.
Stefnt er að því að farþegamiðstöðin verði tekin í notkun vorið 2026 – í tæka tíð fyrir fyrstu farþegaskipti sumarið 2026. Framkvæmdir eru í takt við áætlanir og sýna glöggt þann metnað sem lagður er í að skapa vandað og fjölnota mannvirki við sjávarsíðuna.