Fréttir


 ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina
12. nóvember 2022

ÍAV kaupir fyrstu rafknúnu Volvo vinnuvélina

Enn bætist í tækjaflóð ÍAV og í þetta sinn rafknúna Volvo ECR25 Electric sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Fjallað er meira um vélina hér: https://www.veltir.is/is/frettir/iav-kaupir-fyrstu-rafknunu-volvo-vinnuvelina

Ný tæki hjá ÍAV
23. september 2022

Ný tæki hjá ÍAV

Eftir talsverða bið þá er ánægjulegt að segja frá því að ÍAV hefur á síðustu mánuðum fengið afhent talsvert af nýjum tækjum. Má þar helst nefna Volvo beltagröfu , Caterpillar beltagröfu, tvær Volvo hjólagröfur, Volvo hjólaskóflu, Liebherr hjólaskóflu, Caterpillar jarðýtu og Liebherr byggingakrana. Endurnýjun tækja er ein af megin forsendum góðs rekstrar og er það trú okkar að þessi tæki muni styðja við rekstur ÍAV á komandi árum.

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar
09. september 2022

Opnað fyrir umferð um nýjan kafla Suðurlandsvegar

Opnað var fyrir umferð um hringtorg við Biskupstungnabraut og nýjan kafla Suðurlandsvegar undir Ingólfsfjalli í gær. Fjallað var um framkvæmdina og opnunina á heimasíðu vegagerðarinnar og í fréttum í gær.

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2
21. júní 2022

Framkvæmdir við Brimketil - áfanga 2

Framkvæmdir við Brimketil áfanga 2 gengu vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður vegna brims og flóðs. ÍAV sá um að stækka útsýnispallinn þannig að fólk komist nær stóra Brimkatlinum og bæta aðgengi að stiga. Verk lauk í byrjun júní.

Njálsgata 65
24. maí 2022

Njálsgata 65

Það líður að verklokum á Njálsgötu 65. Verk hófst nóvember 2021. Um er að ræða 12 innréttaðar íbúðri og uppsetning á flóttastiga. Verkkaupi er Félagsbústaðir og húsnæðið er ætlað sem endurhæfingarhúsnæði fyrir konur, sem hafa lent í félagslegum áföllum af ýmsu tagi. Þarna mun hver einstaklingur dvelja í um tvo til þrjá mánuði.

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan
28. apríl 2022

Skíðalyftur í Bláfjöllum - fyrsta skóflustungan

ÍAV tekur þátt í byggingu tveggja nýrra skíðalyfta í Bláfjöllum. Lyfturnar heita Gosi, sem verður á Suðursvæði, og Drottning, sem verður við Kóngsgil. Þær munu leysa af hólmi eldri lyftur sem bera sömu nöfn. Um er að ræða fjögurra sæta stólalyftur og er verkið er unnið í samstarfi við austuríska lyftuframleiðandann Doppelmayr, sem jafnframt er aðalverktaki verksins. ÍAV mun sjá um jarðvinnu, steypu á undirstöðum fyrir möstur og endastöðvar ásamt reisingu stálgrindarhúsa yfir botnstöðvum og stólageymslu o.fl. Doppelmayr mun síðan sjá um uppsetningu sjálfra lyftanna og alls búnaðar tengdum henni. Fyrsta skóflustunga var tekin núna í vikunni og eru framkvæmdir því formlega byrjaðar.

Fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ afhent
22. mars 2022

Fjölnota íþróttahúsið í Garðabæ afhent

Íslenskir aðalverktakar hf. afhentu Garðabæ nýtt fjölnotaíþróttahús í byrjun febrúar. Við erum stolt af því að hafa byggt og hönnunarstýrt þessu mannvirki í góðu samstarfi við Verkís verkfræðistofu og Ask arkitekta.