
Samningar - Maríugata 5
Bjarg Íbúðafélag hses. og ÍAV undirrituðu þann 5. nóvember s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 22 almennar leiguíbúðir við Maríugötu 5 í Urriðaholtinu, Garðabæ. Um er að ræða eitt fjölbýlishús upp á 5 hæðir.