
ÍAV byggir Háskólatorgið
Gunnar Sverrisson forstjóri Íslenskra aðalverktaka og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands undirrituðu samning um hönnun og byggingu Háskólatorgs í hátíðarsal Háskóla Íslands í tengslum við fullveldishátíð stúdenta við Háskóla Íslands. Við sama tækifæri afhenti Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, fyrstu greiðslu samningsins - rúmar 13 milljónir króna - en starfsemi Félagsstofnunar mun flytja í Háskólatorg ásamt fleiri einingum.