
Byggingaframkvæmdir við Lágafellsskóla
Á vegum ÍAV eru hafnar byggingaframkvæmdir við þriðja áfanga Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Viðbyggingin verður í norðaustur af skólabyggingunni sem byggð var af ÍAV árið 2001. Það einkennir skólann að húsið er bogið með rúma 400 metra í radíus. Gólfflatarmál þessa áfanga er um 1.400 fermetrar. Húsið er að hluta á tveimur hæðum, hluti hússins er með aukinni lofthæð í kennslurými, sem mun hýsa listasmiðju og heilsdagsskóla. Tvöföld lofthæð er í aðalgangi skólans sem liggur eftir honum endilöngum.