Fréttir

Harpa
11. desember 2009

Harpa

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn hefur hlotið nafnið Harpa. Þetta var opinberað við hátíðlega athöfn í húsinu í dag. Tíu ára gömul stúlka, Harpa Karen Antonsdóttir gaf húsinu nafnið. Efnt var til samkeppni um nafn á húsið og bárust þúsundir tillaga en þó nokkrir höfðu stungið upp á þessu nafni.


Einn og einn í senn
03. desember 2009

Einn og einn í senn

Nú má sjá hvernig fyrstu QB (Quasi Brick) sexstrendu kubbarnir sem þekja munu suðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins mynda heild, þegar þeir eru festir saman einn og einn í senn. Búið er að setja niður fyrstu línuna að mestu og unnið er hörðum höndum við að stilla kubbana af, áður en þeir verða festir við húsið.

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið
01. desember 2009

Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsækir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Í liðinni viku mættu tæplega 100 aðilar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands til að kanna aðstæður í framtíðarheimkynnum sínum í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þetta er annað skiptið sem starfsmenn hljómsveitarinnar koma í vettvangsskoðun. Mikla eftirvæntingu var að skynja hjá meðlimum hljómsveitarinnar enda lengi þrengt að hljóðfæraleikurunum í núverandi húsnæði í Háskólabíói.

Lokasprenging í Bolungarvíkurgöngum
30. nóvember 2009

Lokasprenging í Bolungarvíkurgöngum

Síðasta sprengingin í Bolungarvíkurgöngum var sprengd á laugardaginn og var það Kristján L. Möller samgönguráðherra sem það gerði. Um 230 gestir voru saman komnir inni í göngunum þegar sprengt var og voru öryggisráðstafanir miklar. Um kvöldið fögnuðu starfsmenn Ósafls með samstarfsaðilum á verkstæðinu að Ósi sem búið að gera að hinum fínasta skemmtistað.

Bolungarvíkurgöng  - opinn dagur
27. nóvember 2009

Bolungarvíkurgöng - opinn dagur

Næstkomandi sunnudag, 29.nóvember mun Ósafl bjóða gestum rútuferð í gegnum göngin og skoðunarferð um vinnusvæðið.

Gluggavirki Tónlistar- og ráðstefnuhússins tekur á sig mynd
24. nóvember 2009

Gluggavirki Tónlistar- og ráðstefnuhússins tekur á sig mynd

Uppsetning hefðbundna glerhjúpsins sem þekja mun alla fyrstu hæð Tónlistar- og ráðstefnuhússins hófst fyrir allnokkru og er nú vel á veg kominn. Á suðurhlið hússins mun verða settur upp svokallaður QB (Quasi brick) glerveggur. Hér er um að ræða sexstrenda kubba sem líta út eins og stuðlaberg. Alls fara um eittþúsund slíkir kubbar á suðurhlið hússins, þar af eru um 450 þeirra sérsmíðaðir.

Öryggið í fyrirrúmi
18. nóvember 2009

Öryggið í fyrirrúmi

Eins og kunnugt er sjá ÍAV um byggingu álversins í Helguvík en um þessar mundir starfa um 35 starfsmenn á framkvæmdasvæðinu. Miklar öryggiskröfur eru gerðar á vinnusvæðinu og sækja allir starfsmenn sem vinna við verkið öryggisnámskeið áður en þeir hefja störf. Með þessu fyrirkomulagi hefur náðst frábær árangur í öryggismálum á svæðinu og þess má geta að í vor var þeim merka áfanga náð að unnar höfðu verið 100.000 vinnustundir án fjarveruslyss en það jafngildir 54 ársstörfum.

Jarðgangahlutar sameinast
17. nóvember 2009

Jarðgangahlutar sameinast

Í gær var klárað að sprengja næst síðustu sprenginguna í veghluta Bolungarvíkurganganna. Eftir sprenginguna opnaðist á milli jarðgangahlutanna en ástæðuna má rekja til þess að mjög veik setlög í efri hluta stafns ganganna gáfu eftir. Vegna öryggis starfsmanna var ákveðið að ljúka við að sprengja það sem eftir var, styrkja loft og veggi svo ekki stafaði hætta á frekara hruni.

Aðeins 34 metrar eftir í Bolungarvíkurgöngum
11. nóvember 2009

Aðeins 34 metrar eftir í Bolungarvíkurgöngum

Nú á einungis eftir að sprengja 34 metra í Bolungarvíkurgöngum. Gröftur ganganna gekk misjafnlega í síðustu viku en erfið setlög Bolungarvíkurmegin hafa tafið gröftinn. Í liðinni viku voru sprengdir 18 metrar Bolungarvíkurmegin en á sama tíma voru sprengdir 40 metrar Hnífsdalsmegin. Frá Bolungarvík eru göngin því orðin 2.404 metrar en Hnífsdalsmegin 2.718 metrar.

Síðasta þaksperran hífð á þak Tónlistar- og ráðstefnuhússins
06. nóvember 2009

Síðasta þaksperran hífð á þak Tónlistar- og ráðstefnuhússins

Mikið var um að vera í liðinni viku þegar síðasti stálbitinn af ellefu var hífður upp á þak í aðalsal Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Af því tilefni buðu Portus og Austurhöfn til reisugildis en þangað var boðið menntamálaráðherra, borgarstjóra og starfsmönnum ÍAV sem vinna við verkið. Hljómskálakvintettinn lék af þessu tilefni falleg lög sem hljómuðu einstaklega vel í aðalsalnum en hann skipa meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.