ÍAV og Stólpi Gámar í samstarf

19. apríl 2024

ÍAV og Stólpi Gámar rituðu undir samning í vikunni um nýjar vinnubúðir vegna nokkurra stórra verkefna sem fram undan eru. Húseiningarnar eru sérmerktar í litum ÍAV í tilefni af sjötíu ára afmælis fyrirtækisins á þessu ári.

Stólpi Gámar munu afhenda einingar frá Containex í Austurríki, samstarfsaðila Stólpa Gáma til margra ára, í vor og sumar. Samningurinn felur einnig í sér að Stólpi Gámar mun þjónusta ÍAV með vinnubúðaeiningar vegna verkefna á öllum sviðum mannvirkjagerðar.

„Það er mjög ánægjulegt að ganga frá þessum samningi og við hlökkum til samstarfs við þetta öfluga verktakafyrirtæki. Við ráðum yfir bæði getu og mikilli reynslu til að þjónusta stóra aðila eins og ÍAV. Stólpi Gámar er og verður sterkur samstarfsaðili fyrirtækja í innviðauppbyggingu og alhliða byggingarframkvæmdum,“

Börkur Grímsson, framkvæmdastjóri Stólpa Gáma

„Við erum mjög ánægðir með þennan samning við Stólpa Gáma. Við teljum að við séum að fá húseiningar í hæsta gæðaflokki og einnig aðila sem getur þjónustað okkur vel í þeim verkefnum sem eru fram undan,“

Þóroddur Ottesen Arnarson, forstjóri ÍAV