Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

6. júní 2023

Mánudaginn 5 júní var tilkynnt um niðurstöðu í samkeppni um byggingu Fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka

Um forval og svo alútboð var að ræða.

Þrír hópar voru forvaldir og tóku þátt í samkeppni um gæði lausnar, verð og teymið.


Fyrirhugað er að reisa nýja fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn (e. cruise ship terminal).

Aðstöðunni er ætlað að þjóna öllum gerðum farþegaskipa, hvort heldur fyrir farþega sem hefja eða

ljúka sinni ferð á Íslandi (farþegaskipti) eða fyrir farþega skipa sem eiga viðkomu á Íslandi.

Mikil aukning hefur orðið á komu farþegaskipa og er fyrirsjáanleg aukning næstu ár.

Miðstöðinni er ætlað að þjóna sem landamærastöð til og frá Íslandi fyrir farþega utan og innan Schengen

svæða með öryggisleit, farangurs skönnun, tolla aðstöðu, ásamt annarri tengdri þjónustu við farþega.

Utan háannatíma er mögulegt að nýta hluta húsnæðis fyrir viðburði.

ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru forvaldir og tóku þátt í samkeppninni.

Okkar markmið var að hanna fjölnota byggingu sem nýtist sem farþegamiðstöð stóran hluta úr ári en annars fyrir viðburði af ýmsu tagi.

Í hönnun byggingarinnar er því lögð áhersla á góða yfirsýn, flæði og skilvirkni með mikinn sveigjanleika.

Grunnhugmyndin er mjög sveigjanlegt rými / „Black Box“ á tveimur hæðum, umlukið stoðrýmum og umferðarrými sem getur tengt alla inn- og útganga og skapað heppilegt flæði fyri hverskonar viðburði. Byggingin verður um 5.200 m² á tveimur hæðum og mun geta sinnt um 4.000 farþegum samtímis.


Það er ánægjulegt að upplýsa um að ÍAV ásamt VSÓ og Brokkr stúdio voru með allra bestu lausnina og sigruðu samkeppnina.